Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424356769.33

    Málsaga, málfræði og goðafræði
    ÍSLE2GM05
    30
    íslenska
    goðafræði, málsaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur höfuðþáttum í norrænni goðafræði, læra að þekkja helstu goð og hlutverk þeirra og kynnast sígildum goðsögnum í norrænni goðafræði. Nemendur fræðast um uppruna íslensku og skyldleika mála, læra um helstu breytingar íslensks máls frá öndverðu til okkar daga og kynnast íslenskri málstefnu. Ennfremur læra nemendur undirstöðuatriði setningafræði, kynnast Íslendingaþáttum og smásögum og lesa skáldsögu.
    5 feiningar á 1.þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu goðum og atburðum í norrænni goðafræði
    • helstu breytingum á íslenskri tungu sem koma fram í íslenskri málsögu
    • mikilvægustu atriðum í íslenskri málstefnu
    • helstu hugtökum setningafræðinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota helstu bókmenntahugtök í umfjöllun um bókmenntir
    • leita sér upplýsinga um íslenskt mál og málstefnu
    • nota helstu málfræðihugtök í greiningu á texta
    • greina setningar í setningahluta og setningaliði
    • lesa og greina styttri texta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig um málfræðilegar breytingar á íslenskri tungu frá öndverðu til okkar daga
    • skrifa bókmenntaritgerð og fylgja kröfum um uppsetningu texta
    • greina stutta bókmenntatexta og nota til þess bókmenntahugtök
    Skriflegt lokapróf, hlutapróf, verkefni og fyrirlestrar.