Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424263164.69

    Grunnáfangi í forritun
    TÖLV1FG05
    1
    tölvur
    Grunnáfangi í forritun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Grunnáfangi í forritun þar sem nemendur fá undirstöðuþjálfun í æðra forritunarmáli. Fjallað er um helstu þætti í forritun, eins og inntak, úttak, breytur, tög, fylki, segð og gildisveitingar, forritun með skilyrðum, lykkjum og föllum. Í áfanganum er farið yfir grunnorðaforða forritunarmálsins og hugtök sem notuð eru og nemendur þjálfaðir í að finna lausnaraðferðir til að leysa verkefni. Nemendur læra að skipta forriti niður í einingar til að einfalda forritunina.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum forritunarmála
    • uppbyggingu eins æðra forritunarmáls
    • helstu grunneiningum forritunarmáls
    • gildi þróunarumhverfis til að þýða og þróa forrit
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa einföld keyrsluforrit
    • nota gagnaskipanir eins og skilyrði, lykkjur og föll
    • nota samþætt þróunarumhverfi til að þýða forrit
    • skissa upp hugmynd að forritunarverkefni
    • lesa kóða
    • aflúsa, breyta og prófa forrit
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leiðrétta og endurbæta forrit
    • semja forrit til að leysa einföld verkefni
    • brjóta forrit upp í smærri einingar sem síðan vinna saman
    • beita gagnrýni og skapandi hugsun við lausnir verkefna
    • skilja og beita einföldum röksemdum
    Námsmat er byggt á verkefnum þar sem meta skal skilning og notkun hugtaka, vinnuframlag, samviskusemi og sjálfstæð vinnubrögð við lausn verkefna.