Í áfanganum er fjallað um vistfræðileg viðfangsefni, þ.e. samskipti og tengsl lífvera innan vistkerfa og tengsl þeirra við ólífrænt umhverfi. Farið er í einkenni vistkerfa á þurrlendi, sjó og vatni og helstu hugtök vistfræðinnar kynnt fyrir nemendum. Fjallað er um einkenni og sérstöðu íslenskrar náttúru. Vistfræðin er sett í samhengi við umhverfisvernd og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Áfanginn byggir að miklu leyti á verklegum æfingum og verkefnum sem nemendur vinna undir leiðsögn kennara.
Efnafræði og líffræði á 1. þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• helstu hugtökum og stefnum innan vistfræðinnar
• helstu gerðum vistkerfa, innbyrðis tengslum lífvera og tengingu þeirra við ólífrænt umhverfi
• einkennum og sérstöðu íslenskrar náttúru
• líffræðilegum fjölbreytileika og mikilvægi hans
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• skoða umhverfisleg álitamál í ljósi vistfræðinnar
• framkvæma einfaldar verklegar æfingar með leiðsögn
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• túlka niðurstöður úr verklegum æfingum og yfirfæra á starfsemi náttúrulegra vistkerfa
• yfirfæra bóklega þekkingu um vistfræði á fyrirbæri í nærumhverfi
• taka gagnrýna afstöðu í umræðu um vistfræðileg álitamál og náttúruvernd
Skýrslur og skilaverkefni úr verklegum æfingum. Hlutapróf sem nemendur leysa í kennslustund eða heima. Lokapróf.