Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424005985.04

    Föll, markgildi og deildun
    STÆR3FD05
    34
    stærðfræði
    algengustu föll, deildun þeirra og helstu eiginleikar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Viðfangsefni áfangans eru föll; þar með talin ræð föll, vísisföll og lograföll, samskeyting falla og andhverf föll. Einnig markgildi og samfelldni ásamt deildun falla og könnun þeirra.
    10 feiningar í stærðfræði á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • lograföllum, vísisföllum og helstu reglum sem nota þarf til að vinna með þau
    • • markgildi og samfelldni
    • • helstu deildunarreglum
    • • afleiðuhugtakinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • leysa einfaldar vísisjöfnur
    • • að finna markgildi margliða og ræðra falla
    • • nota deildunarreglur til að finna afleiður algengra falla
    • • lesa upplýsingar af grafi falls og teikna gröf margliða, vísisfalla og ræðra falla
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • vinna með vísisföll og beita lograreglum til að leysa vísisjöfnur
    • • beita skipulegum aðferðum við lausnir verkefna sem tengjast vaxtarhraða
    • • nota afleiður sem hjálpartæki við að teikna og túlka gröf falla
    • • beita afleiðureikningi til að leysa ýmis hagnýt verkefni
    • • setja lausnir verkefna fram á skiplegan hátt og útskýra þær fyrir öðrum
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat. Vinna nemenda í kennslustundum er metin og verkefni sem unnin eru í og utan kennslustunda. Lokapróf er í áfanganum.