Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423748027.9

    Tölfræði, líkindi og tilgátuprófun
    STÆR2TL05
    47
    stærðfræði
    líkindareikningur, tölfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Farið er í talningafræði (umraðanir, samantektir), líkindareikning (mengi, tilraun, líkindi) og tölfræði (tvíkostadreifing, normadreifing, fylgni, tilgátuprófun). Nemendur nota töflureikni við útreikning og úrvinnslu gagna.
    STÆR2HS05 eða sambærilegur grunnáfangi í stærðfræði.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • einföldum reiknisaðferðum talningafræðinnar
    • • hugtökum úr mengjafræði og líkindareikningi
    • • tvíkostadreifingu og normaldreifingu
    • • fylgni og tilgátuprófun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • reikna fjölda umraðana og samantekta
    • • nota mengi og búa til Vennmyndir
    • • reikna líkindi, einföld og skilyrt
    • • nota tvíkostadreifingu og normaldreifingu
    • • reikna fylgni
    • • nota tilgátuprófun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • lýsa líkindum á myndrænan og auðskiljanlegan hátt
    • • nýta sér normaldreifingu til að meta gögn og álykta um þau
    • • túlka niðurstöður útreikninga
    • • setja fram tilgátu og álykta um áreiðanleika hennar
    Áfanginn er símatsáfangi. Matið er byggt á tímadæmum, heimadæmum og skyndiprófum auk þess sem þátttaka í kennslustundum telur til einkunnar.