Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423136864.55

    Markviss verkþjálfun
    MAVE3SÞ02
    1
    Markviss verkþjálfun
    Starfsþjálfun heilsunuddara
    Samþykkt af skóla
    3
    2
    Eftir að nemandi hefur lært nokkur grunnform í nuddi hefst markviss verkþjálfun, þar sem nemandi tekur á móti almennum nuddþegum á nuddstofu skólans undir handleiðslu kennara. Hann tekur heilsufarsskýrslu af nuddþegum sem koma í nudd og fær væga þóknun fyrir nuddið. Stefnt er að því að hver nemandi fái ólíka skjólstæðinga til meðferðar. Einnig er unnið með nuddmeðferðir á öðrum deildum, t.d. sérdeild án greiðslu.
    KLNU3KN07
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gildi heilsufarsskýrslna
    • þeim takmörkunum sem líkamleg fötlun setur skjólstæðingum
    • samskiptum í heilsunuddi
    • samspili væntinga nuddþega og ásetnings meðferðar nuddara
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meðhöndla ólíka einstaklinga á faglegan hátt
    • meðhöndla hreyfihamlaða einstaklinga
    • taka heilsufarsskýrslu af nuddþegum
    • eiga samskipti við skjólstæðinga á faglegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tileinka sér viðmót sem hæfir starfi heilsunuddara og skapa aðlaðandi starfsumhverfi
    • setja sér raunhæf markmið við meðferð skjólstæðinga
    • þróa fagvitund og öðlast reynslu sem heilsunuddari
    • þróa áfram þær grunnaðferðir sem hann hefur kynnst og flétta þeim saman til meðferðar
    Útfylltar heilsufarsskýrslur, verklag og spurningar í ferilbók