Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1422530171.48

    Lífeðlisfræði
    LÍFF2LE05
    33
    líffræði
    lífeðlisfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga er gerð grein fyrir grunninntaki lífeðlisfræði og fjallað almennt um líkamsstarfsemi lífvera en með megináherslu á lífeðlisfræði mannslíkamans. Skoðuð er innri starfsemi frumna og hlutverk frumulíffæra skilgreind. Fjallað er um boðflutning, um bæði hormónakerfið og taugakerfið. Einnig er fjallað um blóðrás og önnur flutningskerfi, varnarkerfi, úrgangslosunarkerfi, næringarnám og meltingu. Farið er í stoðkerfi og hreyfingu, skynjun, æxlun og fósturþroskun.
    NÁTT1GR05 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • frumulífeðlisfræði
    • eðli hormóna og starfsemi innkirtlakerfis
    • eðli taugaboða og starfsemi taugakerfis
    • hjarta- og æðakerfi og mismunandi hlutverkum blóðs
    • varnarkerfum mannslíkamans
    • öndunarkerfi og stjórnun þess
    • uppbyggingu og virkni meltingarkerfis
    • stoðkerfum og eðli hreyfingar
    • mismunandi skynfærum
    • æxlunarkerfi og fósturþroska
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa lífeðlisfræðilegar upplýsingar úr máli og myndum
    • skoða vefi og líffæri
    • lesa í samspil mismunandi líffærakerfa við stjórn líkamsstarfseminnar
    • meta áhrif lífshátta á heilbrigða þroskun og starfsemi líkamans
    • afla sér áreiðanlegra heimilda frá ýmsum mismunandi miðlum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • auka skilning á lífeðlisfræðilegum viðfangsefnum
    • leggja gróft mat á lífeðlisfræðilegar upplýsingar á gagnrýninn hátt
    • tengja undirstöðuþekkingu í lífeðlisfræði við daglegt líf og sjá notagildi hennar
    • taka ábyrgð á eigin lífi m.t.t. lífeðlisfræðilegra þátta
    • afla sér frekari þekkingar á sviði lífeðlisfræðinnar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.