Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1421757993.17

    Enska fyrir heilbrigðisgreinar
    ENSK2EH05
    29
    enska
    Enska fyrir heilbrigðisgreinar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Stefnt er að aukinni færni nemandans í hlustun, tali, lestri og ritun. Áhersla er lögð á málfræði, skilning og orðaforða, sem snýr að heilbrigðissviði almennt.
    5 feiningar á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • orðaforða almennrar ensku á stigi B2
    • • orðaforða þeirrar ensku sem notuð er á heilbrigðissviði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi
    • • lesa texta sem fjallar um mannslíkamann, sjúkdóma, hjúkrunar- og læknismeðferðir
    • • skilja sérfræðimál, talað og ritað, sem notað er í samskiptum heilbrigðisstarfsfólks
    • • lesa úr skammstöfunum í heilbrigðisfræðum líka yfir latnesk heiti
    • • tjá sig skýrt og hnökralaust um efni á heilbrigðissviði sem hann hefur kynnt sér og undirbúið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt við aðstæður sem einkenna heilbrigðissvið
    • • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt
    • • skrifa læsilega texta um efni þar sem hjúkrunar- og læknisfræðileg hugtök eru mikið notuð
    Próf og verkefni, munnleg og skrifleg