Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1421337358.21

    Heimildir og málnotkun
    ÍSLE2HM05
    23
    íslenska
    Heimildir og málnotkun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur undirstöðuþáttum í meðferð heimilda og gerð heimildaritgerða og skrifa stutta heimildaritgerð. Þeir þjálfast í meðferð ritaðs- og talaðs máls, vinna með orðtök, málshætti, algengan og sértækan orðaforða og læra að forðast helstu málvillur. Nemendur kynnast ritun fundargerða og lesa íslenska skáldsögu (eða smásögur) og tjá sig um hana munnlega og/eða skriflega. Nemendur kynnast einnig helstu atriðum í góðri framsögn.
    Íslenska á 1. þrepi (5 f-einingar)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • undirstöðuatriðum í meðferð heimilda
    • • algengum orðaforða ritaðs og talaðs máls
    • • algengum málvillum
    • • tilgangi fundargerðar
    • • eðlisþáttum skáldsögu
    • • góðri framsögn
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • vinna með heimildir
    • • átta sig á algengum málvillum
    • • nota algengan og sértækan orðaforða
    • • lesa íslenskt skáldverk og tjá sig um það munnlega eða skriflega
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • skrifa heimildaritgerð
    • • skrifa texta á íslensku án algengra málvillna
    • • rita fundargerðir
    • • tjá sig í ræðu og riti
    Skriflegt lokapróf, hlutapróf, verkefni og fyrirlestrar.