Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1421234293.09

    Inngangur að félagsvísindum
    FÉLV1IF05
    4
    félagsvísindi
    inngangur að félagsvísindum
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er fjallað um áhrif samfélagsins í mótun einstaklinga. Grunnur er lagður að mikilvægum hugtökum sem eru notuð í umræðu um samfélög og þróun þeirra. Fjallað verður um menningu, samfélag, fjölskylduna, samskipti, jafnrétti kynjanna, vinnumarkað og stjórnmál.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • áhrifum samfélagsins í mótun okkar sem einstaklinga
    • • helstu hugtökum sem notuð eru í umfjöllun um samfélagið og helstu rannsóknaraðferðum félagsvísinda
    • • fjölskyldunni og mismunandi sambúðarformum
    • • vinnumarkaði og helstu hugtökum stjórnmálafræðinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • beita algengustu hugtökum félagsvísinda í umfjöllun um samfélagið á skýran hátt
    • • afla sér gagna um álitamál og vinna með heimildir annarra
    • • taka þátt í samræðum og færa rök fyrir máli sínu um samfélagsleg málefni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • tjá sig á einfaldan hátt um samfélagsleg málefni og eiga jákvæð og uppbyggileg samskipti við aðra og bera virðingu fyrir lífsskoðunum annarra
    • • leggja mat á heimildir og upplýsingar á samfélagslegum málefnum
    • • sýna aga í vinnubrögðum, axla ábyrgð á eigin námi og vinna með öðrum
    Skrifleg próf, netpróf og stutt verkefni sem unnin eru í kennslustundum og heima m.a. tengd ritun og ritgerðarvinnu