Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1417004970.7

    Tölfræði og líkindareikningur II
    STÆR3TL05
    58
    stærðfræði
    líkindareikningur, tölfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað er um normlega dreifingu og aðrar líkindadreifingar s.s. t-dreifingu og chi-dreifingu. Einnig er fjallað um úrtök og úrtaksdreifingu,öryggisbil, tilgátuprófanir og tölfræðilegar ályktanir, fylgni aðhvarfsgreiningu og fleira.
    STÆR2TL05 eða sambærilegt
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • algengustu líkindadreifingum
    • fylgnihugtakinu
    • ályktunartölfræði
    • öryggisbilum
    • framsetningu tilgáta og prófana á þeim
    • öflun tölfræðilegra upplýsinga
    • notkun framangreindrar stærðfræði við að svara hagnýtum spurningum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta einfalda líkindadreifingu við útreikning líkinda
    • reikna fylgni á milli tveggja breytna
    • túlka fylgnistuðla
    • nota hugtökin öryggisbil, öryggismörk og öryggisstig
    • setja fram tilgátur og prófa þær
    • framkvæma Z-próf, t-próf og chi-square-próf
    • nýta töflureikni við vinnslu og framsetningu tölfræðilegra gagna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja margs konar verkefni upp með táknmáli stærðfræðinnar og leysa þau
    • beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna og rökstyðja aðferðir sínar
    • skrá lausnir sínar skipulega og skiptast á skoðunum um þær við aðra
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu
    • vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
    • beita frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.