Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1414854284.58

    Starfsþjálfun læknaritara
    STÞL3FE27(FÁ)
    1
    Starfsþjálfun læknaritara
    Ferilbók, starfsþjálfun
    Samþykkt af skóla
    3
    27
    Sextán vikna (36 tímar á viku) starfsþjálfun á heilbrigðisstofnun í umsjón fagkennara viðkomandi skóla og leiðbeinanda sem er læknaritari á starfsþjálfunarstað. Í starfsþjálfun eiga nemar að kynnast sem flestum störfum sem læknaritar vinna á heilbrigðisstofnunum. Við upphaf starfsþjálfunar setur nemandi sér markmið með náminu sem verður leiðarljós í starfsþjálfun. Á meðan á starfsþjálfun stendur, gerir nemandi þverfagleg verkefni sem tengjast bæði bóklegum og verklegum þáttum og skilar til fagkennara. Að starfsþjálfun lokinni gefur leiðbeinandi nemanda umsögn.
    Ætlast er til að nemendur hafi lokið megin þorra bóklegra greina áður en starfsþjálfun hefst.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi trúnaðar, þagmælsku og góðra samskipta
    • mikilvægi nákvæmni í allri skráningu og varðveislu trúnaðarupplýsinga
    • miðlun upplýsinga, hvað er leyfilegt og hvað ekki
    • vinnu við öll helstu skjöl í rafrænni sjúkraskrá, frágangi og lokun á lotum ásamt frágangi á sjúkraskrám og fleiri þáttum
    • skjalastjórnun, skönnun og frágangi á aðsendu efni til varðveislu í rafrænni sjúkraskrá
    • lyfjaendurnýjun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • raða verkefnum í forgangsröð
    • fylgja verklagsreglum viðkomandi deildar/einingar
    • skrifa læknabréf
    • leita upplýsinga um aðgerðarkóða og greiningarnúmer
    • umgangast trúnaðargögn
    • nota tölvukerfi stofnunar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipuleggja, framkvæma og meta eigin vinnu í samræmi við viðurkennda gæðastaðla og markmið stofnunar og fyrirtækis
    • koma fram af öryggi og fagmennsku gagnvart skjólstæðingum og samstarfsfólki
    • vinna að þverfaglegum verkefnum
    • afla sér fræðilegra upplýsinga eftir fjölbreyttum leiðum og meta upplýsingagildi og áreiðanleika þeirra
    • þekkja réttindi og skyldur læknaritara og starfa af fagmennsku
    Ferilbók og umsögn leiðbeinanda.