Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1414853052.79

    Upplýsingatækni fyrir læknaritara 1
    UPLÆ2EP05(FÁ)
    1
    Upplýsingatækni fyrir læknaritara
    Excel, power point
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um markvissa notkun á töflureiknum og forritum til framsetningar efnis svo sem glærukynningum. Einnig eru kynntir nýtingamöguleika ýmisskonar opins hugbúnaðar og hugbúnaðarlausna fyrir vefsíður, hugarkort og myndvinnslu. Áhersla er lögð á að efni áfangans nýtist nemendum við framsetningu á efni í ýmsum forritum í námi og starfi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • markvissri nýtingu ýmissa forrita með áherslu á Microsoft Office umhverfið
    • nýtingamöguleikum ýmissa forrita fyrir vefsíðugerð, framsetningu hugarkorta og myndvinnslu í námi og starfi með áherslu á opinn hugbúnað og hugbúnaðarlausnir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja gögn fram á markvissan og skýran máta í hinum ýmsu forritum Microsoft Office svo sem gögn og línurit í Excel töflureikni og kynningar í PowerPoint glæruforritinu
    • læra á ný forrit
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota mismunandi forrit til framsetningar efnis á markvissan hátt
    Leiðsagnarmat. Verkefnamiðað lokapróf unnið í tölvu.