Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1412785787.29

    Félagsfræði
    FÉLA2AL05
    33
    félagsfræði
    af almenn félagsfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga fer fram kynning á félagsfræði og öðrum greinum félagsvísindanna eins og stjórnmálafræði, sálfræði og mannfræði. Nemendur fá fyrstu kynningu á vinnubrögðum félagsvísindamanna, hvernig þeir safna upplýsingum og vinna úr þeim. Í áfanganum er lögð áhersla á helstu hugtök félagsfræðinnar: gildi, viðmið, félagslegt taumhald, hlutverk, staða, menning, sjálfsmynd o.fl. Þá er lögð áhersla á málefni fjölskyldunnar, kynhlutverk og fræðslu um helstu stofnanir samfélagsins.
    FÉLV1ÞF05 eða sambærilegur áfangi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum fræðigreinarinnar
    • helstu rannsóknaraðferðum fræðigreinarinnar
    • helstu kenningarsmíðum félagsvísindanna
    • mismunandi fjölskyldugerðum
    • hlutverki stjórnmála í lýðræðissamfélögum
    • mismunandi hagkerfum, ólíkum trúarbrögðum og ólíkum samfélagsgerðum
    • þeim aðferðum sem notaðar eru við gerð heimildaverkefna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita félagsfræðilegum hugtökum í riti og orðræðu
    • útskýra mismunandi rannsóknaraðferðir, kostir þeirra og takmarkanir
    • tjá sig um mismunandi gerðir samfélaga, mismunandi sambúðarform, ólík trúarbrögð og ólík stjórnkerfi og efnahagskerfi
    • vinna úr heimildum samkvæmt þeim reglum sem fylgja skal
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja mat á upplýsingar um menningar- og samfélagsmálefni líðandi stundar
    • tengja félagsfræðileg hugtök við daglegt líf
    • leita heimilda um félagsfræðileg efni
    • taka þátt í öguðum rökræðum um samfélagsleg málefni
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.