Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1412264269.89

    Mannkynssaga til um 1800
    SAGA2MS05
    43
    saga
    mannkynssaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er sögunni fylgt í tímaröð frá fornöld og um það bil fram til 1800. Hér er þó ekki samfelldur annáll á ferðinni heldur eru brýn málefni valin úr. Með þeirri aðferðafræði fá nemendur að kynnast helstu þáttum mannkynssögunnar á þessu langa tímabili.
    FÉLV1ÞF05 eða sambærilegur áfangi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu einkennum fræðigreinarinnar
    • þeim rannsóknaraðferðum sem notaðar eru í sagnfræði
    • helstu einkennum þeirra tímaskeiða sem fjallað er um
    • grundvallarreglum sem fylgja skal við gerð heimildaverkefna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina aðalatriði áfangans og setja þau upp á skipulegan hátt
    • nýta sér fjölbreytta miðla í sögunáminu
    • meta orsakir og afleiðingar í tímaröð
    • taka þátt í rökræðum um álitamál hvað efnið varðar
    • afla sér heimilda og vinna heimildaverkefni með öguðum hætti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta söguleg fyrirbæri út frá forsendum hvers tíma
    • tengja efni áfangans við nútímann
    • leita heimilda sem tengjast námsefninu
    • vinna heimildaverkefni um einstaka þætti námsefnisins í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til heimildavinnu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi skólanámskrá.