Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1410458585.46

    Lýðheilsa með áherslu á grunnþjálfun
    LÝÐH1GV02
    18
    lýðheilsa
    grunnáfangi verklegt
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Nemendur gera ákveðnar æfingar til að koma í veg fyrir kreppur eða aflaganir og til þess að styrkja líkama.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mikilvægi þess að stunda æfingar
    • Að vellíðan getur fylgt æfingum
    • Að hægt er að njóta æfinga
    • Að æfingar geta komið í veg fyrir kreppur og aflaganir
    • Að líkaminn styrkist við að stunda æfingar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Að framkvæma teygjuæfingar
    • Að ganga sér til heilsubótar
    • Æfingum í vatni
    • Að auka stöðutíma í standbekk
    • Að gera æfingar í stöðvaþjálfun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Taka þátt í æfingum sem henta eða benda á hvaða æfingar henta honum
    • Fjölga tækifærum til að nýta sér ýmis tilboð á sviði hreyfingar svo sem sund, gönguferðir og stöðvaþjálfun
    Námsmatið getur verið fjölbreytt og einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.