Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1410455474.34

    Skynnám með áherslu á umhverfið
    SKNÁ1UM03
    2
    Skynnám
    Umhverfið
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Tekið er fyrir afmarkað efni í hverjum tíma. Byrjað er að fjalla um efnið á sjónrænan og heyrnrænan hátt. Viðfangsefnið er svo skoðað og handfjatlað.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Ólíkum efnum úr náttúru Íslands
    • Áferð efna úr umhverfinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Að greina á milli ólíkra efna
    • Að greina á milli ólíkrar áferðar
    • Að upplifa með sinni skynjum áferð og efni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Hafa upplifað ólík efni og áferð
    • Vera betur tilbúinn til að taka á móti skynörvun í sem víðustu samhengi
    Námsmatið getur verið fjölbreytt og einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.