Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1410455256.37

    Skynnám með áherslu ólíkan efnivið
    SKNÁ1ÓE03
    3
    Skynnám
    Ólíkur efniviður
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Kennsla fer fram í rólegu og afmörkuðu umhverfi. Hlustað er á slökunartónlist. Notaðir eru ljósgjafar til að örva sjónina og/eða ná fram slakandi áhrifum. Mismunandi hljóð eru notuð til að örva heyrnarskyn. Snertiskyn er örvað með léttu nuddi. Unnið er með ólíkan efnivið.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Að létt snerting getur örvað líkamssvæði
    • Að aðstæður og tæki geta örvað skynfæri
    • Ólíkum efniviði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Að nýta sjón
    • Að nýta heyrn
    • Að taka á móti skynörvun
    • Að vera tilbúinn og viljugar að taka á móti nuddi
    • Að vinna með ólíkan efnivið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta nýtt skynfæri sín betur í umhverfinu
    • Vera betur tilbúinn til að taka á móti skynörvun í sem víðustu samhengi
    • Nota ólíkan efnivið og taka á móti ólíkum efnivið við mismunandi tækifæri
    Námsmatið getur verið fjölbreytt og einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.