Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1410388304.2

    Danska með áherslu á læsi
    DANS1LÆ02
    7
    danska
    Læsi
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður verður með ritmál, talmál og ýmsa samskiptamiðla þar sem læsi í víðu samhengi er haft að leiðarljósi. Áfanginn miðast við að nemendur geti aukið læsi sitt í umhverfinu til að auka færni til samskipta á dönsku. Notast verður við sem fjölbreyttast námsefni, s.s. bækur, dagblöð, tímarit, kvikmyndir, þætti, tónlist og fleira sem skapar umræður og eykur hvers kyns þátttöku nemenda.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hugtakinu læsi í víðu samhengi og mikilvægi þess í skynjun, hlustun og upplifun
    • Einföldum texta með algengum orðaforða
    • Megininnihaldi í lengri texta sem skrifaður er á einföldu máli
    • Stuttum völdum textum sem fjalla um efni sem nemandi hefur áhuga á
    • Dönskum framburði
    • Mynda einfaldar spurningar út frá lærðum orðaforða og svara þeim
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Lesa og/eða hlusta á ýmis konar texta
    • Mynda setningar, t.d. að tjá skoðanir sínar og tilfinningar
    • Greina heiti og einstök orð
    • Skilja einfaldar leiðbeiningar og upplýsingar um næsta umhverfi
    • Skrifa stök orð, t.d orðalista, póstkort og SMS skilaboð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Auka sjálfstraust sitt í dönsku
    • Nýta sér skilning og kunnáttu til að greina heiti og einstök orð
    • Tjá sig á dönsku og hlusta á aðra tjá sig á dönsku
    • Skilja aðalatriði í samtölum fólks
    • Lesa texta í þeim tilgangi að finna í honum ákveðnar upplýsingar
    • Nota grunnorðaforða úr þekktum efnisflokkum á eigin forsendum í nýju samhengi
    Námsmatið getur verið fjölbreytt og einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.