Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1409052871.1

    Almennur orðaforði, málnotkun og ritun
    ENSK1UN05
    11
    enska
    undirbúningsáfangi í ensku
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Markmið áfangans er að nemendur nái tökum á undirstöðuatriðum enskrar málfræði, geti skilið daglegt mál og tjáð sig um einfalda hluti munnlega og skriflega. Að nemendur öðlist nokkuð víðtækan orðaforða og séu undir það búnir að fara í næsta áfanga. Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur lesi fjölbreytta texta til þess að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða og tjá hugsun sína bæði í ræðu og riti á skipulegan hátt og geti rökstutt hugmyndir sínar. Lögð er áhersla á að nemendur tali skýrt mál og noti það á réttan og viðeigandi hátt. Áhersla verður á að kynna nemendur fyrir hinum margvíslegu menningarheimum enskumælandi landa um heim allan með ýmis konar verkefnum. Nemendum er gerð grein fyrir því hvernig þeir geti sjálfir bætt við þekkingu sína og tekið ákvarðanir er varða tungumálanám þeirra. Unnið er markvisst að því að efla sjálfstæði nemenda í námi. Að hver nemandi finni eigin leiðir til að ná árangri í náminu og setji sér markmið. Til þess að nemendur öðlist sjálfstæði í námi er lögð áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt að hinum ýmsu verkefnum og kynningum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunni tungumálsins
    • þverfaglegum orðaforða til hagnýtra nota
    • helstu menningarsvæðum þar sem tungumálið er notað sem móðurmál eða fyrsta mál
    • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem tungumálið er notað
    • mismunandi afstöðu og túlkun bókmenntahöfunda og merkingu texta
    • rithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang, meginmál með afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota uppflettirit eða orðabækur
    • taka þátt í almennum samræðum, bæði jafnframt innan kennslustofunnar og utan
    • lesa ólíkar textagerðir
    • beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis
    • greina og skilja málfarsmun á mismunandi málsvæðum
    • tjá sig munnlega skýrt um málefni sem hann hefur kynnt sér
    • tjá sig skriflega bæði á formlegan og óformlegan hátt
    • skrifa skipulegan texta og skipt í efnisgreinar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni, inntak erinda, fræðigreinar og annað flóknara efni
    • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt
    • tjá sig skýrt og lipurlega fyrir áheyrendum um sérvalið efni sem hann hefur kynnt sér
    • skrifa formlegan og óformlegan texta og beita rithefðum sem við eiga í textasmíð.
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.