Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1373455210.46

    Tannréttingar
    TARE3TT02(FÁ)
    1
    Tannréttingar fyrir tanntækna
    Tannréttingarverkfæri, vinnuferli, þjálfun
    Samþykkt af skóla
    3
    2
    Fjallað erum máttökur og vinnuferli við að steypa inn gifsmódel þegar unnið er að gagnatöku við tannréttingar. Nemendur taka mát af hvor öðrum og steypa í það og trimma. Ásamt því er unnið að þverfaglegu verkefni með nemum í tannsmíðanámi. Nemendur vinna lýsingarskinnu fyrir sjálfa sig. Þjálfun á aðgerðarstofu í að hræra mátefni og ganga frá því til geymslu eða áframhaldandi vinnu. Unnið er með tannréttingaverkfæri á gervihaus svo sem æfingar í að festa niður og losa um boga, prófa hringi á jaxla, festa rækjur, teygjukeðjur og fleira.
    Allt bóklegt nám tanntækna
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • alginatmáttöku
    • innsteypingu gifsmódel
    • geymslu og frágangi mátefna og gifsefna
    • aðferðum við að útbúa lýsingarskinnu
    • tannréttingaverkfærum
    • almennum tannréttingatækjum sem notuð eru til tannréttinga
    • stoðbogum og lausum plötum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hræra alginatmátefni
    • steypa í gifsmódel
    • gera lýsingarskinnu
    • handleika almenn tannréttingaverkfæri og tæki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þekkja, kunna að handleika og beita verkfærum sem notuð eru við tannréttingar af fagmennsku
    • aðstoða við tannréttingameðferðir á faglegan hátt
    Símat, lýsingarskinna, ferilbók