Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1371128517.41

    Hönnun og náttúra
    HÖNN1NÁ03
    4
    hönnun
    hönnun og náttúra
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Skógurinn er einn vettvangur útikennslu. Nemendur geta lært þar gamla handverkstækni og ýmsar skógarnytjar. Nemendur læra á skóginn með því að vera í honum og kynnast trjánum og lífverum skógarins. Þar geta þeir unnið verkefni og upplifað og tjáð sig á sínum eigin forsendum. Einnig er gaman að hita kakó og baka brauð yfir opnum eldi. Eitt af markmiðum útikennslu getur verið að ná leikni í notkun öruggra tálguaðferða. Nemendur læra að nota verkfærin rétt og hvernig hægt er að nota þau til að hanna nytjahluti úr íslenskum efniviði. Leikir úti í náttúrunni eru spennandi og góð tilbreyting frá hefðbundnu námi og nemendur læra í gegnum leikinn. Í öllu útinámi læra nemendur á sitt nánasta umhverfi og kynnast fjölbreytni náttúrunnar. Þeir læra að njóta kyrrðar augnabliksins sem er nauðsynlegt í öllum þeim hraða sem nútímasamfélag býður upp á í dag. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og nemendum ber að skila ferilmöppu í lok áfangans. Nauðsynlegt er fyrir nemendur að hafa aðgang að myndavél.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Náttúrunni og breytingum hennar
    • Umgengni við náttúruna og njóta hennar af virðingu
    • Útiveru og útbúnaði
    • Þjálfun í að nota skynfæri sín til að skynja og uppgötva umhverfi sitt
    • Vinnubrögðum tálgutækni
    • Efni, áhöldum og tækni
    • hópavinnu og tillitssemi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Vinna úti í náttúrunni
    • Efla tengsl sín við íslenska náttúru
    • Vinna að verkefnum í grenndarskógi og nánasta umhverfi
    • Finna aðferðir við að hanna úr umhverfinu án þess að skaða það
    • Vera sjálfbær og finna efnivið í skógi og umhverfi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Læra á sitt nánasta umhverfi og kynnast fjölbreytni náttúrunnar í litum og formi
    • Að komast í snertingu við kunnáttu og verkskilning sem kennd hefur verið síðan á steinöld
    • Leyfa sér að sitja úti í skógi og tálga í tré og komast þannig í tengsl við uppruna sinn og náttúru
    • Upplifa, skoða, skynja og rannsaka á öðruvísi hátt en venjulega
    • Efla áhuga sinn á umhverfismennt.
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.