Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1370529182.6

    Ýmislegt um tannlækningar
    TANL3TU02(FÁ)
    1
    Ýmislegt um tannlækningar
    Tanntæknar undirbúnir fyrir aðstoð við tannlækningar
    Samþykkt af skóla
    3
    2
    Fjallað er um faglega orðanotkun og mannleg samskipti á tannlæknastofum. Lögð er áhersla á undirbúning, meðhöndlun og frágang þegar unnið er með áhættusjúklinga sem og langveika einstaklinga. Fjallað er um mismunandi deyfingar sem notaðar eru í munni. Gerð er grein fyrir lyfjum sem notuð eru við tannlækningar með áherslu á róandi lyf, deyfilyf og verkjalyf, einnig er fjallað um áhrif þeirra og aukaverkanir. Fjallað er um útlitstannlækningar og viðbrögð við áverkum. Einnig er lögð áhersla á forvarnir gegn tann- og munnsjúkdómum þar sem lögð er áhersla á næringarfræði, tannhirðu, flúornotkun og reglulegt eftirlit
    Allt bóklegt nám tanntækna
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sjúklingamiðuðum samskiptum
    • faglegum samskiptum tannteymis
    • þagnarskyldu og trúnaði
    • undirbúningi meðhöndlana þegar þjónustuþegi er áhættusjúklingur eða langveikur einstaklingur
    • deyfilyfjum, notkun, virkni og geymslu
    • útlitstannlækningum
    • fagorðum tannlæknastofunnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • eiga samskipti á eðlilegum faglegum nótum við samstarfsfólk og þjónustuþega
    • undirbúa tannlæknastofu fyrir meðhöndlun áhættusjúklinga og langveikra einstaklinga
    • nota fagleg orð í starfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leiðbeina þjónustuþegum hvað verkjalyf varðar
    • geta upplýst þjónustuþega um viðbrögð við áverkum á tennur
    • leiðbeina í sambandi við forvarnir
    • nýta þekkingu sína til faglegra samskipta bæði við þjónustuþega og samstarfsfólk
    Ferilbók, hluti af verklegu og munnlegu lokaprófi