Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1370528192.45

    Starfskynning/þjálfun á tannlæknastofur
    STKY3AS04(FÁ)
    1
    Starfskynningar á tannlæknastofur
    Vettvangsþjálfun tanntækna á almennum og sérhæfðum tannlæknastofum
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    Áfanginn byggir á stuttum þjálfunartímabilum á almennum og sérhæfðum tannlæknastofum. Lögð er áhersla á að nemendur taki þátt í daglegu lífi á tannlæknastofu eins og kostur er. Áhersla er lögð á fjölbreytni í þjálfun og fara nemendur á almennar tannlæknastofur og sérhæfðar tannlæknastofur svo sem barnatannlækningastofur, munn- og kjálkaskurðlækningastofur, tannréttingastofur eða aðrar sérhæfðar tannlæknastofur eftir áhugasviði.
    Allt bóklegt nám tanntækna
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hraða og vinnubrögðum á almennri tannlæknastofu
    • mismunandi vinnuumhverfi á tannlæknastofum
    • mun á milli sérfræðitannlækninga og almennra tannlækninga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • aðstoða við almennar tannlækningar á tannlæknastofum
    • taka á móti þjónustuþegum
    • svara í síma á tannlæknastofu
    • geta svarað fyrirspurnum þjónustuþega af fagmennsku
    • geta notað mismunandi tæki og efni sem notuð eru á tannlæknastofum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina eigið áhugasvið
    • geta tekið þátt í mismunandi vinnuferlum eftir áherslum á tannlæknastofum
    • taka á móti þjónustuþegum og eiga góð samskipti við þá í raunhæfu umhverfi
    • vinna undir eðlilegu álagi á tannlæknastofum
    Leiðarbók