Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1370527354.73

    Sótthreinsun og dauðhreinsun 1
    SÓTT2SÓ04(FÁ)
    1
    Sótthreinsun og dauðhreinsun
    Sótthreinsunaraðferðir og öryggi
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Fjallað er um mismunandi aðferðir sem hægt er að nota við sótthreinsun og þann mun sem er á hreinu og sótthreinsuðu. Vinnureglur um sótthreinsun skilgreindar og unnið eftir þeim með áherslu á að stöðva smitleiðir. Fjallað er um mun á kemískri-, varma-, og hitasótthreinsun. Áhersla er lögð á almenn skilyrði, reglur, skilgreiningar og próf er varða eftirlit með sótthreinsun. Gerð er grein fyrir kröfum, leiðbeiningum og alþjóðlegum stöðlum er varða sótthreinsun. Sérstök áhersla er lögð á smitgát og forvarnir gegn sýkingum með áherslu á aðstæður á tannlæknastofum. Farið er yfir leiðir sem auka sýkingarvarnir og unnið af fagmennsku eftir þeim. Verkleg þjálfun á sótthreinsistofu
    Allt bóklegt nám tanntækna
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • almennum skilyrðum, reglum og skilgreiningum á eftirlitsprófum
    • alþjóðlegum stöðlum, leiðbeiningum og kröfum um sótthreinsun
    • muninum á milli hreinna og sótthreinsaðra tækja og verkfæra
    • virkni sótthreinsiefna á líffræðilegan vef
    • gildi starfstengdrar heilsu og öryggis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna af fagmennsku við sótthreinsun
    • sótthreinsa breytileg tæki og verkfæri samkvæmt leiðbeiningum og stöðluðum kerfum
    • meðhöndla efni til förgunar á viðeigandi hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • undirbúa aðgerðarstofu fyrir þjónustuþega með smitgát í huga
    • velja og framkvæma mismunandi sótthreinsi aðferðir fyrir mismunandi tegundir tannlækningatækja og verkfæra
    • geta unnið af fagmennsku og beitt mismunandi eftirliti með sótthreinsun
    • bera ábyrgð á forvörnum gegn sýkingum á tannlæknastofum með viðeigandi smitgát
    • geta leiðbeint samstarfsfólki og öðrum í sambandi við sótthreinsun
    Símat, ferilbók, lokapróf