Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1370430097.51

    Skerping handverkfæra
    SKER3HA01(FÁ)
    1
    Skerping handverkfæra sem notuð eru á tannlæknastofum
    Handverkfæri, beitt, sljó, slípiaðferðir, þjálfun
    Samþykkt af skóla
    3
    1
    Í áfanganum er fjallað um verklag við skerpingu handverkfæra. Farið er yfir heiti, útlit og notkun verkfæra sem notuð eru við tannhreinsun. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í að greina hvort verkfæri eru beitt eða sljó og að nota rétta slípiaðferð við að skerpa verkfærin. Þjálfun á aðgerðarstofu
    Allt bóklegt nám tanntækna
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi þess að verkfæri séu ætíð skörp
    • að greina á milli skarpra og sljórra verkfæra
    • verklagi við skerpingar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • þekkja form og lögun verkfæra
    • greina skerpu verkfæra
    • nota verkfæri til brýningar
    • slípa verkfæri á réttan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita réttum aðferðum við slípun
    • sjá um að verkfæri séu ávallt skörp
    Verklegt próf, skriflegt próf, símat, tímavinna