Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1370349338.57

    Röntgenfræði 1
    RTGF2GR03(FÁ)
    1
    Röntgenfræði
    Grunnur, Röntgenmyndatæki, digitalmyndir, framköllun, tækni, öryggisatriði
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Í áfanganum er fjallað almennt um röntgenfræði og lögð áhersla á öryggisatriði. Kenndar eru mismunandi aðferðir við röntgenmyndatökur tanna. Kennt er á mismunandi tæki til röntgenmyndatöku bæði digitalmyndatöku og myndatöku á filmur. Farið er yfir ferlið við framköllun röntgenmynda, frágang og meðhöndlun spilliefna. Fjallað er um rétta tækni við röntgenmyndatöku með tilliti til lýsingar og gæða. Nemendur fá þjálfun í því að taka röntgenmyndir með mismunandi tækni á gervihöfði. Kennt er hvernig raða á röntgenmyndum og geyma.
    Allt bóklegt nám tanntækna
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • röntgengeislum, notagildi og áhrifum þeirra á líkamann
    • virkni mismunandi röntgenmyndatækja
    • aðferðum við uppröðun röntgenmynda og geymslu
    • aðferðum við frágang og förgun spilliefna
    • reglugerð Geislavarna ríkisins hvað varðar röntgengeislavarnir á tannlæknastofum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka röntgenmyndir af gervihöfði
    • raða og skrá röntgenmyndir
    • förgun efna sem notuð eru við röntgenmyndatökur og framkallanir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna samkvæmt reglugerð Geislavarna ríkisins
    • taka röntgenmyndir af gervihöfði bæði digital og á filmur
    • raða og geyma röntgenmyndir á faglegan hátt
    Verkefni, símat, ritgerð og lokapróf