Í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í að lita tannsýklu á tönnum, hreinsa og pússa tennur með gúmmíbollum eða burstum á vinkilstykki og hreinsa á milli tanna. Kennt er að flúorlakka tennur. Fjallað er um góða munnhirðu og nemendur þjálfaðir í að kenna hana. Fjallað er um samskipti innan mismunandi þjóðfélagshópa, samskipti og þjónusta æfð ásamt skráningu á tannkort.
Allt bóklegt nám tanntækna
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
litarefnum fyrir tannsýklu
hvernig mjúk tannsýkla er fjarlægð
hjálpartækjum til tannhirðu
flúorlökkun
mikilvægi góðra samskipta við fræðslu um tannheilsu
skráningu á tannkort
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lita tannsýklu og hreinsa hana af
nota mismunandi hjálpartæki til að hreinsa mjúka tannsýklu
flúorlakka tennur
skrá fjölda tanna og staðsetningu tannsýklu
eiga samskipti við þjónustuþega
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: