Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1370348431.54

    Forvarnir og samskipti 1
    FOSA2FO04(FÁ)
    1
    Forvarnir og samskipti
    Forvarnir, flúorlökkun, litun og pússun tanna
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í að lita tannsýklu á tönnum, hreinsa og pússa tennur með gúmmíbollum eða burstum á vinkilstykki og hreinsa á milli tanna. Kennt er að flúorlakka tennur. Fjallað er um góða munnhirðu og nemendur þjálfaðir í að kenna hana. Fjallað er um samskipti innan mismunandi þjóðfélagshópa, samskipti og þjónusta æfð ásamt skráningu á tannkort.
    Allt bóklegt nám tanntækna
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • litarefnum fyrir tannsýklu
    • hvernig mjúk tannsýkla er fjarlægð
    • hjálpartækjum til tannhirðu
    • flúorlökkun
    • mikilvægi góðra samskipta við fræðslu um tannheilsu
    • skráningu á tannkort
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lita tannsýklu og hreinsa hana af
    • nota mismunandi hjálpartæki til að hreinsa mjúka tannsýklu
    • flúorlakka tennur
    • skrá fjölda tanna og staðsetningu tannsýklu
    • eiga samskipti við þjónustuþega
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • upplýsa og kenna öðrum um munnhirðu
    • búa til fræðsluefni um góða munnhirðu
    • eiga fagleg samskipti við þjónustuþega
    Símat, skýrslugerð, verklegt og munnlegt próf.