Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1369658645.24

    Öldrunarhjúkrun IV
    ÖLHJ4HÞ05(FÁ)
    4
    öldrunarhjúkrun
    heimahjúkrun, þjónustuúrræði
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    Í áfanganum er fjallað um þjónustuúrræði í heimahúsum, þjónustukeðju, sem styður við búsetu heima svo sem hvíldarinnlögn og dagdvöl og skipulagningu heimahjúkrunar. Jafnframt verður fjallað um forvarnir, heilsueflingu, slysavarnir og öryggi í heimahúsum. Einnig er fjallað um að hverju þarf að huga þegar unnið er á heimilum skjólstæðinga, vinnuaðstæður á heimilum, aðstæður skjólstæðinga og hvenær þarf að kalla til sérhæfða aðstoð. Nám í áfanganum verður að hluta til á vettvangi heimahjúkrunar og í félagsmiðstöðvum aldraðra.
    Starfsleyfi sjúkraliða, ÖLHJ4HS10
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þjónustuúrræðum sem eru í boði fyrir fólk í heimahúsum
    • heilsueflingu og forvörnum aldraðra
    • slysavörnum og öryggi í heimahúsum
    • margbreytilegum aðstæðum einstaklinga á heimilum
    • mikilvægi vinnuaðstæðna á heimilum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kynna þau þjónustuúrræði sem eru í boði fyrir fólk í heimahúsum
    • fræða aldraða um heilsueflingu og forvarnir
    • greina margvíslegar aðstæður á heimilum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta vísað á þjónustuúrræði sem eru í boði fyrir fólk í heimahúsum
    • geta leiðbeint og frætt um heilsueflingu og forvarnir aldraðra
    • gefa ráðleggingar um slysavarnir og öryggi í heimahúsum
    • bregðast við margvíslegum aðstæðum á heimilum.
    Verkefni, leiðsagnar-og símat, lokapróf.