Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1368882543.34

    Fjögurra handa tannlækningar 1
    FHTA2GÞ04(FÁ)
    1
    Fjögurra handa tannlækningar 1
    Grunnþjálfun í fjögurra handa tannlækningum
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Í áfanganum er fjallað um þau atriði sem gera fjögurra handa tannlækningar sem bestar og skilvirkastar. Fjallað er um líkamsbeitingu, verkfæraskiptingu og vinnuferli, bæði bóklega og verklega. Í framhaldi af því eru gerðar fjögurra handa æfingar við gervihaus. Lögð er áhersla á vinnu við tannlituð fyllingarefni og silfuramalgam.
    Allt bóklegt nám tanntækna
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • góðri líkamsbeitingu við fjögurra handa vinnu
    • verkfæraskiptingum á nákvæman hátt
    • meðhöndlun efnis á réttan hátt
    • hvað felst í góðu vinnuferli
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • sitja og vinna í líkamlega góðri vinnustellingu
    • meðhöndla og afhenda verkfæri og efni á réttan hátt við fjögurra handa vinnu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna fjórhent við aðstoð á tannlæknastofum
    • auka öryggi þjónustuþega við meðhöndlanir
    • minnka tíma sem notaður er við hverja meðhöndlun
    • nýta sér þekkingu og leikni í raunhæfu umhverfi
    Skriflegt próf, símat, verkleg og munnleg próf með prófdómara í lok náms