Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1367849920.95

    Kennslufræði heilbrigðisstétta
    KENN3KK04
    1
    Kennslufræði heilbrigðisstétta
    kennslugögn, kennsluáætlun
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    Fjallað er um valdar kenningar kennslufræðinnar, fjölgreindarkenning Gardner‘s er kynnt og farið er yfir hvernig hægt er að miðla þekkingu í samræmi við hana. Farið er í undirbúning kennslu og fjallað um helstu þætti sem hafa áhrif á nám. Fjallað er um gerð kennsluáætlana, markmiðasetningu og algengar kennsluaðferðir. Gerð er grein fyrir mismunandi aðferðum sem einstaklingar tileinka sér við nám. Kynnt eru algeng kennslutæki og kennslugögn. Fjallað er um algengar námsmatsaðferðir.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi mismunandi aðferða bæði við nám og kennslu
    • helstu hugtökum og völdum kenningum kennslufræðinnar
    • kennsluáætlunum
    • hvetjandi námsumhverfi
    • kennslutækjum og gögnum
    • helstu aðferðum við námsmat.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • miðla upplýsingum og aðferðum á faglegan hátt
    • gera kennsluáætlun við hæfi
    • velja milli ólíkra aðferða við miðlun upplýsinga
    • taka tillit til mismunandi aðferða einstaklinga við að nema
    • finna leiðir til þess að skapa hvetjandi námsumhverfi
    • nota algeng hjálpargögn við miðlun upplýsinga þ.m.t. netið
    • nota fjölbreytt námsmat, sem samrýmist kennsluáætlun.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leiðbeina skjólstæðingum, samstarfsfólki og nemendum í heilbrigðisgreinum á faglegan og skapandi hátt
    • setja fram kennsluáætlanir sem byggja á ákveðnum kenningum og hugtökum kennslufræðinnar.
    Símat, ferilbók, jafningjamat, verkefni.