Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1367354275.84

    Fagmál lyfja- og læknisfræði
    LATÍ1FL02(FÁ)
    1
    latína
    fagmál, latína, lyfjaskammstafanir
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í áfanganum er fjallað um orð og orðstofna ásamt forskeytum og viðskeytum. Fjallað er um tví- og þríliðuð hugtök í lyfja- og efnafræði og kennd málfræðileg gerð þeirra, aðalorð og ákvæðisorð þess. Þá er fjallað um skammstafanir og orðmyndun í fagmálinu og klassíska frasa sem fylgt hafa faginu gegnum tíðina. Fjallað er um gríska stofna, forliði og viðskeyti.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sígildum orðforða í lyfja- og læknisfræði
    • algengum endingum nafnorða og lýsingarorða og merkingu þeirra
    • helstu skammstöfunum sem notuð eru á lyfseðla og í lyfjaframleiðslu
    • merkingu samsettra orða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota skammstafanir sem koma við sögu í störfum lyfjatækna
    • nota orð og orðstofna ásamt forskeytum og viðskeytum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera grein fyrir breytingu á orði við beygingu þess
    • tileinka sér fagmálsorðaforða og nota hann á viðeigandi hátt
    Símat, hlutapróf, verkefni.