Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1366898178.55

    Lyfjahvarfafræði 2
    LYHV2LL05(FÁ)
    2
    lyfjahvarfafræði
    lyfjaform, lyfjagjafir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um eðli og gerð hinna ýmsu lyfjaforma. Farið er í helstu atriði í sambandi við notkun og meðhöndlun mismunandi lyfjaforma. Fjallað er um lyfjaform til inntöku, í lungu, í eyru, augu og nef. Einnig lyfjaform í endaþarm, á húð, í leggöng, í lungu og til innstungu. Fjallað er um geymsluþol lyfja, fyrningu, merkingar og pakkningar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi lyfjaformum, gerð þeirra og notkun
    • hvaða áhrif geymsla hefur á lyf og fyrningartíma þeirra
    • hvernig merkja á lyf
    • mismunandi umbúðum og pakkningum sem notaðar eru fyrir lyf
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með lyf og vita hvernig á að gefa þau
    • taka lyf tímanlega af lager svo ekki sér hætta á að þau fyrnist hjá sjúklingum
    • velja réttan geymslustað fyrir lyf
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leiðbeina sjúklingum um notkun á mismunandi lyfjaformum
    • gera sér grein fyrir eðli mismunandi lyfjaforma og hvers vegna þau hafa orðið fyrir valinu við þróun lyfsins
    Verkefni, hlutapróf og lokapróf.