Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1366810358.64

    Hjúkrunar- og sjúkragögn 2
    HOSG2TT04(FÁ)
    2
    Hjúkrunar-og sjúkragögn
    tannheilsuvörur, tannholdsbólga, tannáta, tennur
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Í áfanganum er fjallað um tennur og tannhirðu. Fjallað er um orsök og afleiðingu helstu sjúkdóma í munni og tönnum. Farið er í tannheilsuvörur og forvarnir. Einnig er fjallað um öryggi barna og ýmsar vörur sem notaðar eru til forvarna slysum á börnum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig tennur eru uppbyggðar
    • orsökum og afleiðingum tannátu og tannvegssjúkdóma
    • munnvatnsskorti
    • tannheilsuvörum og efnum
    • forvarnarleiðum
    • áhrifum mataræðis á tannheilsu
    • áhrifum öldrunar á munnhol
    • öryggisþáttum fyrir börn
    • forvarnaraðgerðum og öryggisbúnaði til að fyrirbyggja slys á börnum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gefa upplýsingar um hjálpartæki til munnhirðu
    • útskýra hvernig forvarnir geta komið að notum
    • leiðbeina fötluðum við tannhirðu
    • kynna öryggisbúnað fyrir börn
    • nýta sér þekkingu um tannheilsu í raunhæfu umhverfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leiðbeina viðskiptavinum apóteka í sambandi við munnhirðu og tannheilbrigði
    • upplýsa og leiðbeina foreldrum um forvarnir og öryggisbúnað fyrir börn
    Ritgerðarverkefni, kynningar, hlutapróf, hópverkefni, sjálfsmat, jafningjamat og símat