Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1366656876.08

    Lausasölulyf
    LAUS2LR05(FÁ)
    1
    Lausasölulyf
    lausasölulyf, ráðgjöf, upplýsingar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Farið er yfir öll lausasölulyf í sérlyfjaskránni og nokkur óskráð lyf. Farið er í helstu flokka lyfjanna og nöfn þeirra. Fjallað er um ábendingar lyfjanna, hvernig þau verka, helstu auka- og milliverkanir, frábendingar og skammtastærðir. Farið er yfir þau lyf sem einungis má selja í takmörkuðu magni í lausasölu. Sérstök áhersla er lögð á að kenna nemendum að veita faglegar upplýsingar og ráðgjöf um lausasölulyf í apótekum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu flokkum lausasölulyfja, nöfnum lyfjanna bæði sérheitum og samheitum
    • áhrifum lyfjanna, notkun þeirra og skammtastærðum, auk helstu milliverkunum og aukaverkunum
    • hámarki sem selja má án lyfseðils og ástæðum fyrir takmarki á sölu
    • hvaða lausasölulyf þungaðar konur, konur með börn á brjósti, aldraðir og börn mega ekki nota
    • helstu kvillum sem viðskiptavin vantar ráðgjöf við í apótekum
    • áhættu sem fylgir því að nota lausasölyf ekki á réttan hátt
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afgreiða mismunandi tegundir lyfja sem seld eru í lausasölu
    • selja ekki meira en sem nemur því magni sem heimilt er að selja án lyfseðils
    • vara ákveðna sjúklingahópa við notkun ákveðinna lyfja
    • finna upplýsingar um lausasölulyf á netinu
    • leysa verkefni þar sem tekin eru fyrir dæmi úr daglegu starfi lyfjatæknis
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • veita upplýsingar og ráðgjöf um lausasölulyf í apótekum
    • meta í hvaða tilfellum á að vísa fólki áfram til læknis
    • gera sér grein fyrir ábyrgð lyfjatækna við að sporna gegn óhóflegri notkun lyfja
    • meta hvaða kvillum ætti að vísa áfram til læknis til nánari skoðunar
    Símat, hlutapróf, verkefni