Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1366630024.34

    Hjúkrunar- og sjúkragögn 1
    HOSG2SS05(FÁ)
    1
    Hjúkrunar-og sjúkragögn
    mælitæki, stómavörur, sáraumbúðir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um algeng hjúkrunar- og sjúkragögn og rétta notkun þeirra. Fjallað er um sár og- sárameðferð, stuðnings- og þrýstingsumbúðir, hjálpargögn við þvagleka, stómavörur, mismunandi mæla (hitamæla, blóðþrýstingsmæla og öndunarmæla), næringardrykki og getnaðarvarnir. Fjallað er um notkun hjúkrunar- og sjúkragagna í forvarnarskyni.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hjúkrunar- og sjúkragögnum
    • grundvallaratriðum í sáragræðslu og algengustu umbúðir
    • mismunandi gerðum og notagildi stuðnings-og þrýstiumbúða
    • ýmiss konar mælum, s.s. hitamælum, blóðþrýstingsmælum og öndunarmælum
    • mismunandi næringardufti og -drykkjum og geta leiðbeint um val á þeim
    • algengum þvagfæravandamálum
    • algengum getnaðarvörnum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota hjúkrunar- og sjúkragagna á réttan hátt, í forvarnarskyni og til að bæta heilsu
    • miðla þekkingu sinni til annarra
    • útskýra með vísan í fagþekkingu mikilvægi forvarna
    • leita sér upplýsinga hjá réttum fagaðilum og bæta við eigin þekkingu
    • leiðbeina um notkun barkastóma og þrif á þeim
    • lýsa mismunandi tegundum stóma og helstu hjálpartækjum sem notuð eru við stóma
    • leiðbeina um val á hjálpartækjum vegna þvagfæravandamála á faglegan hátt
    • útskýra fyrir viðskiptavinum mismunandi virkni getnaðarvarna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leiðbeina viðskiptavinum apóteka um rétta notkun hjúkrunar- og sjúkragagna
    • rökstyðja val á hjúkrunar- og sjúkragögnum
    • nýta þekkingu sína í námi og starfi
    • bera sjálfstæða ábyrgð á ráðleggingum til annarra
    • meta á gagnrýninn hátt réttmæti upplýsinga um hjúkrunar- og sjúkragögn
    Lokapróf, skilaverkefni, kynningarverkefni.