Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1364938183.82

    Kvikmyndagerð, lokaverkefni
    KVMG3LO05
    9
    kvikmyndagerð
    Kvikmyndagerð, stuttmynd lokaverkefn
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Þessi áfangi, sem er lokaverkefni á brautinni, er í beinu framhaldi af KVIK2HS05. Nemendur framleiða í teymi stuttmynd og/eða heimildarmynd og beita þeirri þekkingu og leikni sem þeir hafa öðlast í námi sínu á brautinni. Farið er í öll helstu störf innan kvikmyndagerðar áður en nemendur velja sér hlutverk í framleiðsluferlinu. Nemendur skipta síðan með sér verkefnum og frumsýna verkefnið í lok annar.
    KVMG2HS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi handrits við gerð kvikmyndar
    • öllum verkferlum og hlutverkum innan kvikmyndaframleiðslu
    • muninum á framleiðslu og eftirvinnslu
    • mikilvægi frumsýningar og eftirfylgni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna í teymi
    • lesa úr handriti allar þær upplýsingar sem þar eru til staðar
    • vinna upptökuáætlun út frá handriti
    • sinna allri eftirvinnslu svo sem klippingu og hjlóðsetningu
    • meðhöndla þau tæki og tól sem tilheyra hverjum verkþætti af kunnáttu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • halda utan um framleiðslu stuttmyndar eða heimildarmyndar
    • geta ályktað um tækjakost sem þarf til verkefnisins og vinna kostnaðaráætlun
    • leysa úr ágreiningi og vandamálum sem upp koma í framleiðsluferlinu
    • fjalla um listræna útfærslu verkefnisins og rökstyðja ákvarðanir
    Námsmat er útfærð í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.