Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1364586513.96

    LJÓSMYNDUN
    LJÓS1SM05
    5
    ljósmyndun
    listljósmyndun, myndvinnsla, stafrænar myndavélar
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Markmið áfangans er að nemendur geti nýtt sér ljósmyndavélina á skapandi hátt sem vinnutæki í eigin verkum. Í áfanganum læra nemendur þau tækniatriði er lúta að notkun stafrænna véla með fyrirlestrum og verkefnum. Farið er í listræna hlið ljósmyndunar og unnið með myndbyggingu, litafræði, lýsingu, formfræði og nálgun myndefnis. Verkefni miða að því að nemendur öðlist þekkingu og skilning á ljósmyndatökum við mismunandi aðstæður og birtu, úti og inni og geti nýtt sér þekkingu sína og leikni á skapandi hátt við stúdíóvinnu og huglæg verk. Í áfanganum þjálfast nemendur í myndvinnslu stafrænna mynda í tölvum. Áhersla er lögð á að þroska nemendur í inntaki og uppbyggingu mynda og að þeir skoði og skilgreini sín eigin verk, annarra nemenda og valin verk úr ljósmyndasögunni, séu læsir á umhverfi sitt og læri að skoða það á nýjan hátt í gegnum linsuna.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu, aðferðum og hugtökum ljósmyndunar
    • eigin styrkleika til að nýta sér í margs konar hugmyndasmíði og sköpun
    • stafrænum ljósmyndavélum og myndvinnsluforritum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota stafrænar ljósmyndavélar við listsköpun sína við hinar ýmsu aðstæður
    • beita myndvinnsluforritum við tölvuvinnslu ljósmynda og geti valið viðeigandi leið með tilliti til verksins
    • vinna með margbreytilegar leiðir í ljósmyndun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna frumkvæði og skapandi nálgun í verkum sínum
    • tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá