Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1363779074.87

    Inngangur að heilsunuddi
    INNU2GR05
    1
    Inngangur að heilsunuddi
    græðing, nuddaðferðir, starfskenning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað um sögu nudds, þróun og baráttu nuddara fyrir viðurkenningu á starfsgrein sinni. Kannaðar eru nýlegar rannsóknir á verkan nudds til græðingar og rædd aðferðafræðileg vandamál varðandi mælingar á virkni græðingar. Skoðuð eru tengsl streitu og sjúkdóma, t.d. hjartasjúkdóma, auk samspils öndunar og streitu. Rætt er um starfskenningar græðara og gildi þess að starfandi meðferðaraðilar móti sér starfskenningu og þekki hana. Kynntar eru nokkrar græðingaraðferðir og þær meðferðarforsendur sem þær byggja á. Kennd er stutt nuddmeðferð, án olíu, sem hentar t.d. á vinnustöðum.
    Bóklegu námi lokið
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu og þróun nuddmeðferða og sess þeirra innan mismunandi menningarsamfélaga
    • hvernig reynsluvísindi annars vegar og vísindalegar sannprófanir hins vegar móta hugmyndir manna um nudd
    • mögulegum og sannanlegum áhrifum nudds á heilbrigði fólks
    • þeim forsendum sem nuddmeðferð og græðing byggir á og tengslum orku og efnis í því samspili
    • snertiflötum nudds við aðrar græðingaraðferðir og heilbrigðisgreinar
    • lagaumhverfi græðara og þeim forsendum sem það byggir á
    • mögulegum starfsvettvangi heilsunuddara
    • mögulegum tilfinningalegum yfirfærslum sem geta komið upp í samskiptum við skjólstæðinga
    • hugtökunum heilsuefling og valdefling
    • starfskenningum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota stutt form af nuddi þar sem skjólstæðingur er í fötum
    • beita líkama sínum á háhrifaríkan hátt við nuddmeðferð
    • nota rugg til að tengja sig við nuddþega og gefa slökunarmeðferð byggða á ruggi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gefa nuddvinnu sinni mismunandi ásetning
    • útskýra og rökstyðja starfskenningu sína
    • valdefla skólstæðinga sína
    • útskýra og miðla gagnsemi þess að fara í nuddmeðferð og möguleg jákvæð áhrif þess
    • útskýra meðferðarforsendur einnar annarrar græðingaraðferðar og tengja við nuddmeðferð
    • útskýra og rökræða þá siðferðilegu breytni sem starf heilsunuddara þarf að grundvallast á
    Ritgerð, kynning, jafningjamat, verklegt próf