Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1363613880.86

    Heildrænt nudd
    HEIN3HN05
    1
    Heildrænt nudd
    flæði, heildræn hugsun, heildrænt nudd, hlustun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað er um heildræna hugsun og heildarhyggju. Kynnt eru módel sem skýra ferli heilbrigðis og sjúkdóma á heildrænan hátt. Kenndar eru aðferðir til að dýpka skynjun með höndum og opna fyrir flæði og tengingu við nuddþega. Mikil áhersla er lögð á góða líkamsbeitingu nuddara við nuddbekkinn.
    KLNU3KN07
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • kenningum um sálvefræna sjúkdóma og meðhöndlun sálvefrænna einkenna
    • samspili tilfinninga, hugsunar og líkama í myndun og meðhöndlun vöðvaspennu
    • módelum sem skýra ferli heilbrigðis og sjúkdóma á heildrænan hátt
    • hvað felst í því að vinna í flæði
    • gildi góðra samskipta milli meðferðaraðila og skjólstæðinga
    • gildi trausts í meðferðarstarfi
    • gildi réttrar siðferðilegar breytni í meðferðarstarfi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með heildrænni nuddmeðferð í flæði
    • skynja spennumynstur í vefjum skjólstæðings
    • stuðla að áhrifaríkum samskiptum milli meðferðaraðila og skjólstæðings bæði með höndum og orðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skapa skilyrði þess að skjólstæðingar upplifi traust í meðferðartíma
    • veita áhrifaríka heildræna nuddmeðferð
    • vinna faglega með tilfinningar sem gætu komið fram hjá skjólstæðingi samhliða nuddmeðferð
    • beita líkama sínum rétt og á áhrifaríkann hátt við nuddbekkinn
    • útskýra hvað það er sem gerir nuddmeðferð heildræna
    • þróa breytilega samsetningu nuddtækni sem hæfir mismunandi ásetningi í hverri nuddmeðferð
    Símat, ritgerð og mat á verklagi við heildræna nuddmeðferð